Kúludalsá 2025
Kúludalsá stendur sunnan við Akrafjall, rétt austan við Hvalfjarðargöngin að norðanverðu. Bærinn varð lögbýli rétt eftir landnám og er fyrst getið í Harðar sögu og Hólmverja sem er talin hafa gerst um miðja 10. öld.
Landið er um 130 ha. auk fjalllendis en bærinn á land á Akrafjalli inn að vatnaskilum Berjadalsár. Heimalandið er allt gróið og var fyrir tíma stóriðjunnar mjög gott beitarland fyrir hross, en fjölbreytni í gróðri og landslagi er mikil.
Foreldrar mínir, Margrét Aðalheiður Kristófersdótttir (1920-2004) og Þorgrímur Jónsson (1913-1996) bjuggu á Kúludalsá frá 1945-1996. Þar ólu þau upp sex börn auk þess sem fjöldi barna og ungmenna dvaldi hjá þeim sem sumarbörn eða jafnvel til lengri tíma.
Hestamennska var stunduð á Kúludalsá alla búskapartíð foreldra minna. Hér er verið að leggja upp í reiðtúr árið 1952.
Kúludalsá liggur um 5 km. vestan við iðjuverin á Grundartanga, merkt með rauðum depli. Ríkjandi vindátt er að austan og þá leggur útsleppi frá iðjuverunum út Hvalfjörð og yfir strandlengjuna og bæina þar. Myndin sýnir þynningarsvæði fyrir brennistein og flúor sem nú hafa verið felld úr gildi. Frá og með árinu 2025 er iðjuverunum óheimilt að menga út fyrir sitt eigið landsvæði. Ekki er vitað til þess að neitt í starfseminni hafi breyst þannig að þetta sé tryggt. Eftirlit og mælingar hafa ekki verið auknar þegar þetta er ritað (nóv. 2025).
Myndin sýnir vestursvæðið við norðanverðan Hvalfjörð, þar sem fjömargir bæir eru og hefðbundinn landbúnaður er stundaður. Hluti af landi Kúludalsár sést til hægri á myndinni, þar á meðal túnin. Sauðfé gengur á Akrafjalli á sumrin og fær hey af túnum á svæðinu á veturna. Afurðirnar fara á markað til neytenda.