Mengunarslys varð í Norðuráli á Grundartanga 23. ágúst 2006. Hvorki Norðurál né Umhverfisstofnun létu íbúa við Hvalfjörð vita af slysinu. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fékk ekki að vita af slysinu fyrr en mörgum mánuðum síðar og lét þá ekki íbúana vita. Eigandi landsins sem álverið stendur á er í eigu opinberra aðila. Hann lét heldur ekki vita.
Vöktunarskýrsla iðjuveranna fyrir þetta ár var kynnt á lokuðum fundi. Samkvæmt grænu bókhaldi Norðuráls fyrir árið 2006 varð ekkert mengunaróhapp hjá fyrirtækinu á árinu.