Kúludalsá er um 5 km vestan við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Hér mælast fjórföld flúorgildi í beinum hrossa, miðað við hross af ómenguðum svæðum. Hér bjuggu foreldrar höfundar í hálfa öld með hross, kýr og sauðfé. Á jörðinni voru kjöraðstæður fyrir hross - fyrir daga álvers í grennd. Eftir mengunarslys árið 2006 sem haldið var leyndu fyrir íbúum í Hvalfirði, tóku hross höfundar að veikjast og veikindin urðu viðvarandi. Leitað var hjálpar fyrir hrossin en viðbrögð eftirlitsstofnana líkjast tilburðum til þöggunar.
Bókin Barist fyrir veik hross segir sögu af baráttu einstaklings við kerfið, viðbrögðum stjórnvalda við óþægilegum staðreyndum, valdi peningaafla og ástandi sem sér ekki fyrir endann á.
Í bók sem þessari er ekki hægt að birta öll skjöl og gögn sem liggja frásögninni til grundvallar. Þessi gögn verða birt hér.
Stóriðja í Hvalfirði
Mengunarslys í Norðuráli
Skaði
Aðkoma Umhverfisstofnunar
Aðkoma Matvælastofnunar
Rannsókn ANR, áfangaskýrsla og viðbrögð
Rannsókn Landbúnaðar-háskóla Íslands
Dómsmál
Ragnheiður Þorgrímsdóttir er fædd og uppalin á Kúludalsá í Hvalfirði.
Hún hefur BA gráðu í þjóðfélagsfræði frá Háskóla Íslands og Cand Mag gráðu frá Óslóarháskóla, kennsluréttindi frá KHÍ ásamt því að hafa lokið MPA námi í stjórnsýslufræði frá HÍ og starfsréttindanámi í bókasafns- og upplýsingafræði.
Ragnheiður á að baki áratugalangan starfsferil sem kennari á Akranesi og Kjalarnesi ásamt því að hafa rekið Námshesta, hesta- og útikennslunámskeið fyrir börn.
Hún sat í bæjarstjórn á Akranesi um tíma, var formaður skólanefndar grunnskólanna á Akranesi og formaður atvinnumálanefndar. Jafnframt var hún formaður hestamannafélagsins Dreyra um 10 ára skeið.
Ragnheiður er alin upp innan um hross og hefur stundað hestamennsku frá barnæsku, bæði á Akranesi og Kúludalsá.
Heimildamynd var gerð um veikindi hrossanna á Kúludalsá og baráttuna fyrir heilsu þeirra. Þrátt fyrir að margt í myndinni sé gott og rétt vantar í hana heimildir og atburði sem skipta miklu máli, einkum varðandi hlut Umhverfisstofnunar í atburðarásinni. Bókin Barist fyrir veik hross segir söguna í heild sinni.