Sumarnámskeið |
Námskeið um hesta og hestamennsku eru haldin hjá Námshestum á sumrin. Námskeiðin standa í fimm daga, eina og hálfa klukkustund í senn. Þau eru ætluð börnum á aldrinum 8 - 14 ára. Miðað er við að nemendur læri umgengni við hesta og þeim er leiðbeint varðandi ásetu og stjórnun. Á myndinni til vinstri má sjá nemendur æfa sig í að teyma hest sér við hlið.
Námskeið um hesta og hestamennsku hafa verið haldin á hverju sumri síðan um 1990, lengst af í samvinnu við Akraneskaupstað. Hvatamaður að námskeiðunum var Einar Skúlason en hann hefur unnið að æskulýðsmálum fyrir Akraneskaupstað um árabil.
Á myndinni til hægri sést ungur maður vera að spenna gjörðina á hnakknum. Það er mikilvægt að hún sé spennt fast svo hnakkurinn sitji vel. |