Útikennsla |
Útikennsla fer fram utan skólastofunnar og getur falið í sér margt í senn. Í henni er fjallað um viðfangsefnin á faglegan hátt, en jafnframt lögð áhersla á persónulega upplifun nemendanna og að þeim gefist tækifæri til að nota öll skilningarvitin við námið. Útikennslan höfðar til margra greindarþátta (sbr. umhverfis og náttúrugreind) og á því að henta lang flestum nemendum.
Útikennslan gefur tilefni til að flétta saman námsgreinar skólans í þemu. Námsefnið getur þannig fengið heildrænna og merkingarbærara samhengi en ella. Í þessu sambandi má nefna að auðvelt er að samþætta list- og verkgreinar við útinám. Viðfangsefni útikennslunnar geta verið mjög fjölbreytt. Lögð er áhersla á að nota hesta við sem flest útikennsluverkefnin hjá Námshestum. Nokkrum verkefnum er lýst hér á vefnum. Kennsluefni fyrir nemendur fylgir öllum verkefnunum. Það afhendir kennari áður en nemendur koma í útikennsluna.
|