Bæjarlandið

Land Kúludalsár er um 130 ha. auk fjalllendis, en bærinn á land í Akrafjalli inn að vatnaskilum Berjadalsár. Auk þess tilheyrir jörðinni Kúludalsá um þriðjungur af landi Vörðufells efst í Skorradal.

Heimalandið er mestallt gróið og mjög gott beitiland fyrir hross vegna fjölbreytni í gróðri og landslagi.