Vorferð í Hvalfjörð

Námshestar bjóða skólahópum dagskrá sniðna að öllum aldurshópum, um íslenska hestinn og náttúru og landslag Hvalfjarðar.Tímabil: frá miðjum apríl til loka maí. 
Dagurinn hefst með morgunverði að Kúludalsá og fróðleiksmolum um íslenska hestinn. Síðan verður hesthúsið heimsótt. Allir sem vilja fá að prófa að sitja hest. Knapar nota reiðhjálma. Að því loknu verður athyglinni beint að landslagi og náttúru. Við förum í vettvangsferð – með hestana! Við fræðumst um fjöllin og fjörðinn, fuglalífið, fjöruna og fleira.
Hlökkum til að sjá ykkur!

Ath. Nemendur taka með sér nesti að heiman til að snæða um hádegi. Tímalengd heimsóknar er miðuð við venjulegan skóladag nemenda.

Námshestar

sími 8979070

This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it