Námskeið 2009

Í boði hjá Námshestum sumarið 2009 eru námskeið um hesta og hestamennsku. Þau eru einkum ætluð byrjendum í hestamennskunni, en einnig þeim sem eru dálítið vanir en umfram allt eru þau ætluð þeim sem eru dýravinir, hafa áhuga á að umgangast íslenska hestinn og að vera úti undir beru lofti!  
Í júní og byrjun júlí voru haldin námskeið í samvinnu Námshesta við Akraneskaupstað. Þau voru vel sótt eins og yfirleitt er. Síðan hafa Námshestar boðið upp á nokkur námskeið bæði fyrir byrjendur og þá sem eru dálítið vanir.
Á döfinni eru þessi námskeið:

Vikan 27. - 31. júlí:
Námskeið fyrir dálítið vana, kl. 10- 11:30
Námskeið fyrir yngri börn (6-8ára), kl. 13 - 14:30

Vikan 4. 8. ágúst:
Námskeið fyrir dálítið vana og óvana.

Vikan 10. - 14. ágúst:
Námskeið fyrir dálítið vana og óvana.

Vikan 17. - 21. ágúst:
Þar sem skólar hefjast senn er óvíst með námskeið. Það ræðst af þátttöku.