Um vefinn
Vefur Námshesta um útikennslu í náttúrufræði er í eigu Ragnheiðar Þorgrímsdóttur sem einnig rekur hann, sjá flipann Námshestar. Vefurinn var unninn sem verkefni á námskeiðinu Valin verkefni í landafræði GSF030G við menntavísindasvið Háskóla Íslands á vorönn 2009. Kennari var Eggert Lárusson. Á vef Námshesta er fjallað um útikennslu í náttúrufræði, hvernig bóndabær er notaður í slíkum tilgangi og um fyrirtækið Námshesta, hugmyndina, þjónustuna og markmiðin.

Fyrirtækið RITARI.is með Eyjólf Stefánsson í fararbroddi annaðist uppsetningu vefsins og hýsir hann. Allt efni og myndir setti Ragnheiður inn á vefinn. Sumt af efninu eru verkefni eða hlutar úr verkefnum sem hún vann við menntavísindavið HÍ á árunum 2008 og 2009. 

Margar myndir eru á vefnum og stefnt er að því að bæta fleirum við eftir því sem tækifæri gefast. Myndirnar sem þegar eru komnar inn á vefinn eru flestar teknar af Ragnheiði,  Eddu Kristrúnu dóttur hennar og Antoinette Devrient frá Sviss, en hún dvaldi á Kúludalsá hluta sumarsins 2008.

© Rétt er að geta þess að óviðkomandi aðilum er ekki heimilt að nota efni eða myndir af vef Námhesta án leyfis.