Fólkið á bænum |
Um 1630 bjó á Kúludalsá maður að nafni Bergþór (trúlega Grímsson), sem frá segir í Alþingisbókum Íslands (V. bindi, s. 188-189) vegna tilrauna, sem maður nokkur gerði til að lækna dóttur hans með kukli. Um 1646 og a.m.k. til 1659 bjuggu þar hjónin Bjarni Eyjólfsson og Gróa Jónsdóttir (sjá Bréfabækur Brynjólfs biskups og Borgfirzkar æviskrár I, s. 321. Um 1659 bjó á Kúludalsá Kolbeinn Bjarnason, landskunnur koparsmiður (sonur Bjarna og Gróu), skv. Bréfabókum Brynjólfs biskups. Hann bjó á Stóru-Fellsöxl 1681, sbr. Stríðshjálparskrá og Borgfirzkar æviskrár VII, s. 71. Eyjólfur Bjarnason (bróðir Kolbeins) var tekinn við búi á Kúludalsá 1681 (sbr. Stríðshjálparskrá). Þá var tvíbýlt á jörðinni, en mótbýlismaður Eyjólfs hét Jón Þorkelsson. Á honum kann ég (Gunnlaugur)engin skil. Eyjólfur bjó á Kúludalsá fram yfir 1706 (sbr. Jarðabók Árna og Páls og Borgfirzkar æviskrár II, s. 273-274). Hann var einn af hreppstjórum Akraneshrepps á þeim árum.
18. öldin: Mótbýlismaður Eyjólfs árin 1703 og 1706 var Þorleifur Sigmundsson (sbr. Manntal á Íslandi, Jarðabók Árna og Páls IV, s. 50 og Borgfirzkar æviskrár XII, s. 283). Árið 1733 bjó á Kúludalsá Magnús Bjarnason (sbr. Bændatal 1733, sjá einnig Borgfirzkar æviskrár VII, s. 297). Þá var einbýli á jörðinni. Á árunum 1753-1759 (og sjálfsagt allnokkru lengur) bjó á Kúludalsá Guðmundur Eyvindsson (sbr. Skuldaskrá 1756, Borgfirzkar æviskrár III, s. 242 og ýmsar heimildir, sem ég (Gunnlaugur) hef fundið í rentukammerskjölum). Hann var lengi einn af hreppstjórum sveitarinnar og bjó síðar á Heynesi. Árið 1758 var tvíbýlt á jörðinni og hét hinn bóndinn Gísli Jónsson. Virðist sem að hann hafi einnig búið þar næstu ár á undan, sbr. þjónaðarmál sem réttað var í 1757. Gísli þessi gæti verið sá maður, sem getið er í Borgfirzkum æviskrám III, s. 30, og bjó á Klafastaðagrund 1785-1792 (Gunnlaugur). Um 1779 bjó þar Hermann Ólafsson, sem sennilega bjó þar stutt (jafnvel aðeins 1778-1780) og þurfti að rýma jörðina 1779 eða 1780, þar sem að Hannes Finnsson biskup vildi koma þar á biskupssetri. Hermann er trúlega sá, sem um getur í Borgfirzkum æviskrám IV, s. 398 (Gunnlaugur). 1785-1786: Sigríður Jónsdóttir (ekkja). 1786-1788: Jón Jónsson og Gróa Magnúsdóttir. 1788-1790: Þórður Björnsson og Sigríður Jónsdóttir. 1789-1791: Helgi Guðmundsson og Valgerður Sveinsdóttir. 1791-1794: Jón Jónssson og Gróa Magnúsdóttir. 1794-1804: Ólafur Pétursson skipasmiður og lögréttumaður og Málmfríður Guðmundsdóttir. 1804-1807: Bú Magnúsar Stephensen dómsstjóra 1804-1807: Sigurður Pétursson og Jódís Böðvarsdóttir 1807-1817: Gísli Ólafsson og Helga Björnsdóttir 1817-1824: Auðunn Guðmundsson og Guðrún Pétursdóttir 1824-1837: Halldór Sigurðsson og fyrri k.h. Sigríður Ögmundsdóttir 1837-1841: Jón Hansson og Sigríður Jónsdóttir 1841-1869: Teitur Brynjólfsson og Kristín Gísladóttir 1869-1875: Guðbjarni Bjarnason og Sigríður Halldórsdóttir. 1875-1892: Jón Magnússon og Hallbera Þorsteinsdóttir 1892-1899: Gísli Teitsson (d. 1899) og Vilborg Oddsdóttir. 1899-1930: Guðmundur Brynjólfsson og Valgerður Jónsdóttir (d. 1923). 1930-1936: Brynjólfur Guðmundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir. 1936-1945: Guðmundur Jónsson og Jónína Gunnarsdóttir. 1945-1996: Þorgrímur Jónsson og Margrét Kristófersdóttir.
II. heimili/býli (hluti jarðarinnar): 1787-1788: Halldór Jónsson og Ingigerður Þorsteinsdóttir. 1793-1799: Rannveig Skúladóttir (ekkja Bjarna Pálssonar landlæknis). 1824-1826: Eyjólfur Eyleifsson og Guðríður Ingimundardóttir 1826-1844: Jón Þorsteinsson (d. 1844) og Guðrún Magnúsdóttir 1844-1847: Guðrún Magnúsdóttir (ekkja) 1864-1872: Halldór Ólafsson og Gróa Sigurðardóttir.
Húsmennska 1816-1817: Auðunn Guðmundsson og Guðrún Pétursdóttir 1836-1837: Jón Halldórsson og Þuríður Bjarnadóttir 1849-1855: Jón Jónsson og Þuríður Gísladóttir
|