Kúludalsá
Fólkið á bænum

eldra hsi.jpg - 41.96 KbÁ myndinni til vinstri er húsið sem pabbi og mamma byggðu á sínum fyrstu búskaparárum á Kúludalsá. Þar fæddist ég sunnudaginn 2. júlí 1950 og amma Emilía tók á móti mér. Hún var líka ljósmóðir eldri bræðranna, Jóns Ragnars f. 1945 (d. 1995) og Kristófers Emils f. 1949. Yngri bræðurnir eru Auðunn Þorgrímur f. 1957, Magnús Pétur f. 1959 og fósturbróðir okkar Kristófer Pétursson f. 1959.
pabbi og mamma.jpg - 37.01 KbForeldrar okkar, Margrét Aðalheiður Kristófersdóttir (f. 1920, d. 2004) og Þorgrímur Jónsson (f. 1913, d. 1996), bjuggu á Kúludalsá frá 1945 til 1996. Á þessum tíma ólu þau upp sex börn, byggðu upp bæinn sinn og ræktuðu vel félagslíf sveitarinnar. Það munaði um þau hvar sem þau fóru.

Þegar þau hófu búskap keyptu þau jörðina Kúludalsá af þeim afa Jóni og ömmu Ragnheiði og bróður pabba, Guðmundi og konunni hans, Jónínu Gunnarsdóttur, sem höfðu búið félagsbúi á Kúludalsá frá árinu 1936 er þau fluttu búferlum frá Innsta-Vogi við Akranes. Þau Guðmundur og Jónína og afi og amma höfðu, er hér var komið sögu, fest kaup á jörðinni Innra-Hólmi í Innri-Akraneshreppi. 
jn afi og ragnheiur amma.jpg - 49.24 Kb

Á myndinni til vinstri eru föðurafi minn og amma, Jón Auðunsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir. Amma var fædd og alin upp í Belgsholti í Melasveit. Hún var húsmóðir og mikil hannyrðakona. Afi var frá Akranesi. Hann stundaði sjómennsku þaðan og búskap í Innsta-Vogi og á Kúludalsá. Hann átti alltaf góða hesta og var líklega fyrstur manna á Akranesi til að taka að sér hesta í tamningu.


Fljótlega eftir að pabbi og mamma byrjuðu að búa á Kúludalsá fluttu foreldrar mömmu til þeirra frá Litlu-Borg í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau hétu Emilía Helgadóttir og Kristófer Pétursson. Amma var frá Litla-Ósi í Miðfirði. Hún var lærð ljósmóðir og hjúkrunarkona og sinnti því starfi fyrir norðan, auk búskaparins. Afi var frá Stóru-Borg í Víðidal. Hann var bóndi og silfursmiður, að mestu sjálfmenntaður. Afi smíðaði reyndar allt mögulegt , frá fínasta víravirki til skeifna undir hesta. Allt lék í höndunum á honum. Eftir að þau afi og amma fluttu að Kúludalsá gat hann snúið sér alveg að silfursmíðinni.
kristfer afi.jpg - 86.55 Kbemila amma.jpg - 78.56 Kb               Móðuramma mín Emilía Helgadóttir  

Móðurafi minn Kristófer Pétursson


                            
Litið lengra aftur í tímann.

Hvaða fólk bjó á Kúludalsá fyrr á tímum? Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur sem vinnur að ritun sögu Akraness  hefur lagt til mikinn fróðleik um ábúendur á Kúludalsá. Byrjum á 17. öldinni
                                                                                    

Um 1630 bjó á Kúludalsá maður að nafni Bergþór (trúlega Grímsson), sem frá segir í Alþingisbókum Íslands (V. bindi, s. 188-189) vegna tilrauna, sem maður nokkur gerði til að lækna dóttur hans með kukli.

Um 1646 og a.m.k. til 1659 bjuggu þar hjónin Bjarni Eyjólfsson og Gróa Jónsdóttir (sjá Bréfabækur Brynjólfs biskups og Borgfirzkar æviskrár I, s. 321.

Um 1659 bjó á Kúludalsá Kolbeinn Bjarnason, landskunnur koparsmiður (sonur Bjarna og Gróu), skv. Bréfabókum Brynjólfs biskups. Hann bjó á Stóru-Fellsöxl 1681, sbr. Stríðshjálparskrá og Borgfirzkar æviskrár VII, s. 71.

Eyjólfur Bjarnason (bróðir Kolbeins) var tekinn við búi á Kúludalsá 1681 (sbr. Stríðshjálparskrá). Þá var tvíbýlt á jörðinni, en mótbýlismaður Eyjólfs hét Jón Þorkelsson. Á honum kann ég (Gunnlaugur)engin skil. Eyjólfur bjó á Kúludalsá fram yfir 1706 (sbr. Jarðabók Árna og Páls og Borgfirzkar æviskrár II, s. 273-274). Hann var einn af hreppstjórum Akraneshrepps á þeim árum.

 

18. öldin:

Mótbýlismaður Eyjólfs árin 1703 og 1706 var Þorleifur Sigmundsson (sbr. Manntal á Íslandi, Jarðabók Árna og Páls IV, s. 50 og Borgfirzkar æviskrár XII, s. 283).

Árið 1733 bjó á Kúludalsá Magnús Bjarnason (sbr. Bændatal 1733, sjá einnig Borgfirzkar æviskrár VII, s. 297). Þá var einbýli á jörðinni.

Á árunum 1753-1759 (og sjálfsagt allnokkru lengur) bjó á Kúludalsá Guðmundur Eyvindsson (sbr. Skuldaskrá 1756, Borgfirzkar æviskrár III, s. 242 og ýmsar heimildir, sem ég  (Gunnlaugur) hef fundið í rentukammerskjölum). Hann var lengi einn af hreppstjórum sveitarinnar og bjó síðar á Heynesi.

Árið 1758 var tvíbýlt á jörðinni og hét hinn bóndinn Gísli Jónsson. Virðist sem að hann hafi einnig búið þar næstu ár á undan, sbr. þjónaðarmál sem réttað var í 1757. Gísli þessi gæti verið sá maður, sem getið er í Borgfirzkum æviskrám III, s. 30, og bjó á Klafastaðagrund 1785-1792 (Gunnlaugur).

Um 1779 bjó þar Hermann Ólafsson, sem sennilega bjó þar stutt (jafnvel aðeins 1778-1780) og þurfti að rýma jörðina 1779 eða 1780, þar sem að Hannes Finnsson biskup vildi koma þar á biskupssetri. Hermann er trúlega sá, sem um getur í Borgfirzkum æviskrám IV, s. 398 (Gunnlaugur).

1785-1786: Sigríður Jónsdóttir (ekkja).

1786-1788: Jón Jónsson og Gróa Magnúsdóttir.

1788-1790: Þórður Björnsson og Sigríður Jónsdóttir.

1789-1791: Helgi Guðmundsson og Valgerður Sveinsdóttir.

1791-1794: Jón Jónssson og Gróa Magnúsdóttir.

1794-1804: Ólafur Pétursson skipasmiður og lögréttumaður og Málmfríður Guðmundsdóttir.

1804-1807: Bú Magnúsar Stephensen dómsstjóra

1804-1807: Sigurður Pétursson og Jódís Böðvarsdóttir

1807-1817: Gísli Ólafsson og Helga Björnsdóttir

1817-1824: Auðunn Guðmundsson og Guðrún Pétursdóttir

1824-1837: Halldór Sigurðsson og fyrri k.h. Sigríður Ögmundsdóttir

1837-1841: Jón Hansson og Sigríður Jónsdóttir

1841-1869: Teitur Brynjólfsson og Kristín Gísladóttir

1869-1875: Guðbjarni Bjarnason og Sigríður Halldórsdóttir.

1875-1892: Jón Magnússon og Hallbera Þorsteinsdóttir

1892-1899: Gísli Teitsson (d. 1899) og Vilborg Oddsdóttir.

1899-1930: Guðmundur Brynjólfsson og Valgerður Jónsdóttir (d. 1923).

1930-1936: Brynjólfur Guðmundsson og Ingibjörg Sigurðardóttir.

1936-1945: Guðmundur Jónsson og Jónína Gunnarsdóttir.

1945-1996: Þorgrímur Jónsson og Margrét Kristófersdóttir.

1997-           Ragnheiður Þorgrímsdóttir

 

II. heimili/býli (hluti jarðarinnar):

1787-1788: Halldór Jónsson og Ingigerður Þorsteinsdóttir.

1793-1799: Rannveig Skúladóttir (ekkja Bjarna Pálssonar landlæknis).

1824-1826: Eyjólfur Eyleifsson og Guðríður Ingimundardóttir

1826-1844: Jón Þorsteinsson (d. 1844) og Guðrún Magnúsdóttir

1844-1847: Guðrún Magnúsdóttir (ekkja)

1864-1872: Halldór Ólafsson og Gróa Sigurðardóttir.

 

Húsmennska

1816-1817: Auðunn Guðmundsson og Guðrún Pétursdóttir

1836-1837: Jón Halldórsson og Þuríður Bjarnadóttir

1849-1855: Jón Jónsson og Þuríður Gísladóttir