Í húsnæði Námshesta að Kúludalsá stendur yfir sýning á myndverkum Margrétar Kristófersdóttur (mömmu). Margir hafa lagt leið sýna á sýninguna og kunnum við aðstandendur hennar þeim bestu þakkir fyrir skemmtilegar heimsóknir. Þessi mynd er frá því í dag. Hér má sjá Maríu frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, lengst til vinstri, vinkonu mömmu í áratugi, ásamt þremur börnum sínum, Sigurbjörgu, Steinu og Steini og svo sést í Magnús sýningarstjóra. Einnig má sjá á myndinni þau Sesselju, Hörð og Jóhönnu frá Akranesi. Þess er vert að geta að María sem er listakona á nítugasta og þriðja aldursári stefnir að því að halda sýningu á verkum sínum næsta vor. Geri aðrir betur! |
Þakka ykkur fyrir heimsóknina sænsku vinir. Gangi ykkur vel í kvöld og vona að ferðin á morgun verði skemmtileg og fróðleg. Kær kveðja, Ragga |