Flúormælingar beinsýna
Í byrjun marsmámaðar (2013) var, í Nýsköpunarmiðstöð í Keldnaholti, mælt flúor í beinsýnum úr 4 hrossum frá Kúludalsá.  Sýnin voru úr hrossum á aldrinum 15 - 26 vetra (Spóla, Kolbrá, Litla-Glóð og Sprettur). Áður hafði ég látið mæla flúor í beinsýni úr Sunnu, sjá töflu. Niðurstöður mælinganna liggja fyrir og athyglisvert er hve þær eru svipaðar hjá hrossunum þrátt fyrir aldursmun þeirra, þ.e. frá 1375 ppm til 1567 ppm. Niðurstöðurnar leiða í ljós meira magn flúors í beinsýnum hrossa úr Hvalfirði en áður hefur mælst, þ.e. 4-5 sinnum meira en áætlað grunngildi á landinu.

Sjá má niðurstöður flúormælinga Nýsköpunarmiðstöðvar á beinsýnunum í töflunni fyrir neðan. Fróðlegt er að bera þær saman við niðurstöður mælinga rannsóknarstofa Eurofins á mjúkvefjum hrossanna, en níu sýni úr mjúkvefjum fjögurra af hrossunum sem nefnd eru í töflunni, hafa verið flúormæld hjá Eurofins í Noregi og Svíþjóð.

Niðurstöðurnar sýna svo ekki verður um villst að mengunarálag frá álveri Norðuráls hefur farið úr böndunum en bærinn Kúludalsá liggur utan við þynningarsvæði vegna iðjuveranna og þar á að vera hægt að stunda hefðbundinn búskap vandræðalaust. Öll hrossin sem nefnd eru í töflunni áttu sér veikindasögu frá vorinu 2007 eða síðar. Veikindin voru með ýmsum hætti, allt frá stirðleika og jafnvel lömun
til geðrænna breytinga svo sem taugaveiklunar.

Þær spurningar brenna á, hvað unnt sé að gera til að vernda hross og önnur dýr í firðinum og hver sé framtíð búskapar í grennd við iðjuverin á Grundartanga ef ámóta flúormengun og verið hefur, verður viðvarandi.

Allar tölur í töflunni eru gefnar upp í ppm (milljónasti partur) í þurrefni.

Ekki eru til samanburðartölur um flúor í mjúkvefjum ennþá, en við eðlilegar aðstæður og heilnæmt umhverfi á magn flúors í mjúkvefjum að vera hverfandi lítið. Hvað varðar sýni úr vöðva má slá því föstu að ekki hefði verið óhætt að nota kjöt af viðkomandi hrossi til manneldis. Rétt er að taka fram að engar afurðir þessara hrossa voru notaðar til manneldis.

Nafn lifur milta nýra fita vöðvi bein/rófuliður
Sunna IS1992235300 190 ppm 170 ppm
35 ppm
1375 ppm
Spóla IS1987235301 160 ppm 250 ppm
170 ppm 1407 ppm
Kolbrá IS1986235300 130 ppm 1564 ppm
Litla-Glóð IS1997235303 140 ppm 170 ppm
1394 ppm
Sprettur IS1989135303 1567 ppm
Hér má lesa greinargerð um heilsu hrossa á Kúludalsá eftir mengunarslysið í Norðuráli 2006 og stækkun verksmiðjunnar í kjölfarið.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir

P.S. Sunna og Sprettur voru felld 26. 10. 2012. Þá var hún 19 vetra en hann 23 vetra.
Litla-Glóð var felld 19. mars 2012. Þá var hún tæplega 15 vetra.
Kolbrá og Spóla voru felldar 1. ágúst 2012. Kolbrá var þá 26 vetra en Spóla 25 vetra.

 
Eitt hundrað ár ...
Minningar og samvera
Hér er hægt að lesa um samveru okkar þann 23. mars s.l. þegar við minntumst þess að eitt hundrað ár voru liðin frá fæðingu pabba, Þorgríms Jónssonar: 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 9 of 33