Góðir gestir úr Brekkubæjarskóla
Hér má sjá tvoserdeild1.jpg - 201.78 Kb hópa vaskra nemenda úr Brekkubæjarskóla en þessir krakkar heimsóttu Námshesta mánudaginn 5. maí og viti menn: Sólin var okkar þennan dag!
serdeild2.jpg - 206.26 Kb
 
Skólaheimsókn

thridji-bekkur.jpg - 159.49 KbFöstudaginn 2. maí kom þriðji bekkur Klébergsskóla í heimsókn að Kúludalsá. Þessir lífsglöðu krakkar eru reyndar umsjónarnemendur mínir. Heppin er ég! Leiðin lá að sjálfsögðu fyrst í hesthúsið þar sem börnin fengu að kynnast rólegum og barngóðum hestum. Allir prófuðu að fara á hestbak í reiðskemmunni og síðan úti í reiðgerðinu. Eftir að hafa borðað nestið sitt í hlöðunni fór barnahópurinn ásamt fylgdarmönnum og fimm hestum út með Akrafjalli og skiptust börnin á að sitja á hestbaki. Ferðinni lauk með því að tekið var lagið, Afi minn fór á honum Rauð og Litla-Jörp með lipran fót, í gamla hesthúsinu sem hefur fengið aukahlutverk, orðið einskonar söngskemma, eftir að það var klætt með bárujárni (hljómburður áberandi góður :). Jú, svo fengu allir gamla skeifu til að taka með heim því skeifan er jú tákn um hamingju og velgengni, ekkert minna!
Bílstjórar og frábærir aðstoðarmenn í ferðinni voru Hulda og Regína úr Klébergsskóla og tvær mömmur, þær Andrea og Jarþrúður. Ég sá um að leggja á hestana og hafa allt tilbúið þegar hópurinn kom.
Þess ber að geta að börnin höfðu undirbúið sig vel fyrir ferðina, meðal annars búið til sína eigin hesta úr pappa, fjallað um lifnaðarhætti hesta, umgengni við þá, lært að þekkja reiðtygi og margt fleira.
TAKK FYRIR KOMUNA !
Ragnheiður

 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 7 of 33