Á hestbak /Riding tours

Bjóðum upp á stuttar hestaferðir, allt að tvær klst. í fallegu umhverfi. Áhugasamir hafi samband í síma 897-9070.

Riding tours, up to two hours in a beautiful landscape. Tlf. 897-9070. 
Sumarnámskeið 2014
Síðustu námskeið sumarsins fyrir börn, um hesta og hestamennsku, hefjast 14. júlí.

Námskeið 14. – 18. júlí.

a. Sóldaggar-námskeið. Byrjendanámskeið kl. 9:30 – 11:00. Fyrir sjö ára og eldri. Ekki fleiri en fimm í hverjum hópi.

b. Sprota námskeið kl. 13:00 – 14:30. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einhverja reynslu af hestum.

Vegna pantana: Sendið tölvupóst til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it eða hringið í síma 897-9070.
Á námskeiðunum eru þægir og góðir kennsluhestar. Öryggishjálmar eru að sjálfsögðu í boði en ef börnin eiga góða hjálma sjálf þá mega þau gjarnan nota þá.
Áhersla er lögð á hæfilegan fjölda í hverjum hópi þannig að hver og einn fái kennslu við hæfi. Í byrjendahópunum eru ekki fleiri en fimm í einu.
Athugið að síðasta daginn stendur námskeiðið í 2 klst. og endar með léttum veitingum :) Þátttakendur fá viðurkenningarskjal með mynd af sér og hestinum í lok námskeiðsins.

Hvert námskeið kostar kr. 15.500. Veittur er 5% systkinaafsláttur eða 5% afsláttur eftir fyrsta námskeiðið.
Það þarf að vera búið að ganga frá greiðslu áður en námskeið hefst og til að eiga öruggt pláss er best að greiða fyrir námskeiðið um leið og pantað er. Munið að skrá nafn þess sem greitt er fyrir. Bankaupplýsingar Námshesta eru: 0186 - 05 - 060039; kt. 020750-7319.

Kær kveðja,
Ragnheiður
 
<< Start < Prev 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Next > End >>

Page 6 of 33